brynhildurho.is
01

NAFN

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

NETFANG

binna bleik undirskrift
01

Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði

Sveit­ar­fé­lög greiða að jafn­aði 40% lægra tíma­kaup til sér­fræð­inga en fyr­ir­tæki á almennum vinnu­mark­aði. Þetta er nið­ur­staða grein­ingar sem BHM lét vinna á launum háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga síð­ast­liðið haust.

Hvað þýða þessar hlut­falls­tölur svo í krón­um? Á árinu 2020 voru reglu­leg heild­ar­laun full­vinn­andi sér­fræð­inga á almennum mark­aði 956 þús­und krónur á mán­uði sam­an­borið við 824 þús­und hjá rík­inu og 620 þús­und hjá sveit­ar­fé­lög­um. Þetta þýðir að starfs­fólk sveit­ar­fé­laga fær í lok hvers mán­aða ríf­lega 300 þús­und krónum minna en starfs­fólk sem vinnur í sam­bæri­legu starfi á almenna vinnu­mark­aðn­um. Þar hallar sér­stak­lega á kon­ur, en 83% sér­fræð­inga hjá sveit­ar­fé­lögum eru kon­ur.

Ég hef fundið fyrir þessu van­mati á störfum á eigin skinni. Ég starf­aði lengi sem menn­ing­ar­starfs­maður á opin­bera mark­aðn­um, á Borg­ar­bóka­safn­inu, Bóka­safni Garða­bæjar og á Gljúfra­steini. Ég þekki því vel hvað mik­il­vægt starf getur skilað litlu í budd­una. Þau okkar sem vinna á opin­bera vinnu­mark­aðnum eiga skilið að fá borgað í sam­ræmi við menntun okk­ar, ábyrgð og reynslu.

Leið­réttum kerf­is­lægan launa­mun

Nú standa yfir tvö langvar­andi sam­starfs­verk­efni heild­ar­sam­taka launa­fólks og stjórn­valda sem, ef vel tekst til, eiga að stuðla að miklum og var­an­legum kjara­hækk­unum fyrir félags­fólk Fræða­garðs, sér­stak­lega konur og starfs­fólk sveit­ar­fé­laga.

Árið 2016 sömdu ríki, sveit­ar­fé­lög og heild­ar­sam­tök launa­fólks um að kjör launa­fólks á opin­berum og almennum vinnu­mark­aði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Mark­miðið var að tryggja að ekki yrði kerf­is­lægur launa­munur milli mark­aða til fram­búð­ar. Og árið 2021 tók til starfa aðgerð­ar­hópur um end­ur­mat á virði kvenna­starfa.

Und­ir­rituð er í fram­boði til for­manns Fræða­garðs. Konur eru 70% af félags­fólki Fræða­garðs og rúm 60% félags­fólks Fræða­garðs starfar á opin­bera vinnu­mark­aðn­um. Þær aðgerðir sem þessir tveir hópar lofa eiga að skila sér í kjara­bótum fyrir þorra félags­fólks okk­ar. Launa­setn­ing stórra hópa innan okkar stétt­ar­fé­lags, t.d. safna­fólks og starfs­fólks í fræðslu-, íþrótta- og tóm­stunda­starf­semi, er óvið­un­andi.

BHM tekur þátt í báðum þessum verk­efn­um. Fræða­garður þarf að taka virkan þátt í þessu starfi, bæði inn á við en einnig með því á tala hátt og skýrt út á við til að tryggja að unnið verði hratt og fag­lega að mál­inu.

Kjara­jafn­rétti á fram­tíð­ar­vinnu­mark­aði

Stórt verk­efni Fræða­garðs í lengd og bráð er að vinna að því að tryggja stöðu launa­fólks á vinnu­mark­aði sem tekur örum breyt­ing­um. Mörg okkar hafa reynslu af hark-hag­kerf­inu (the gig economy) og þekkja vel hvernig rétt­indi á vinnu­mark­aði skerð­ast í þeim aðstæð­um. Sjálf starf­aði ég sem verk­taki hjá RÚV við þátt­ar­gerð.

Mik­il­vægt er að við sem störfum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tryggjum það að menntun sé metin til launa og að verð­mæta­mat starfa end­ur­spegli mik­il­vægt fram­lag þess til sam­fé­lags­ins. Stétt­ar­fé­lög geta og eiga að leggja áherslu á að koma í veg fyrir að vinnu­staðir útvisti störfum og tryggja rétt­indi verk­efna­ráð­ins launa­fólks.

Öflug for­ysta Fræða­garðs í kjara­bar­átt­unni

Fræða­garður er stærsta aðild­ar­fé­lag BHM og hefur alla burði til að vera leið­andi málsvari fyrir bættum kjörum háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga. Ég býð mig til for­ystu því að ég tel að Fræða­garður eigi að vera kröft­ugur málsvari fyrir bættum kjörum félags­fólks okkar í sam­fé­lags­um­ræð­unni, í sam­starfi við syst­ur­fé­lög okkar í BHM og ann­arra sam­taka launa­fólks, gagn­vart atvinnu­rek­endum og stjórn­völd­um. Ég hef ára­tuga reynslu af rétt­inda­bar­áttu sem fram­kvæmda­stýra Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og ég er reiðu­búin að leiða það starf.

Við eigum að mæta sterk og öflug við samn­inga­borðið í kom­andi kjara­við­ræðum og krefj­ast launa­kjara sem end­ur­spegla menntun okk­ar, ábyrgð og reynslu. Við eigum að taka virkan þátt í und­ir­bún­ingi aðgerða til að leið­rétta kerf­is­bundið launa­mis­rétti. Við þurfum að vera öfl­ugur málsvari út á við fyrir bættum kjörum og leið­rétt­ingu á launa­mis­rétti og við getum leitt þá bar­áttu. Eins og er, þá heyr­ist alls ekki nægi­lega vel í Fræða­garði þegar kemur að kjörum okkar félags­fólks.

Ég býð mig fram til for­ystu Fræða­garðs því ég brenn fyrir bar­áttu launa­fólks og jafn­rétti á vinnu­mark­aði. Okkar bíða mörg tæki­færi til að efla félagið enn frekar til að bæta kjör, vinnu­um­hverfi og rétt­indi félags­fólks.

Greinin birtist fyrst á Kjarninn.is.